Saturday, March 31, 2012

Sveinbjörn Beinteinsson og Steindór Andersen

Sveinbjörn Beinteinsson og Steindór Andersen

Sveinbjörn Beinteinsson heitinn alsherjargoði kunni að semja og kveða rímur. Hann var listamaður og nokkuð kynngimagnaður. Steindór Andersen er rímnaunnandi sem kveðjur mjög fallega og er frægur fyrir. Hér er klippa úr ljóði (sem ég held að Sveinbjörn hafi samið) - báðir kveða sama stefið hvor á fætur öðrum. Sá fyrri með gamla laginu sá síðari með sínu nefi. Hér er ljóðið: Kem ég enn af köldum heiðum kæra fljóð til þín. Frerasvip á fannabreiðum fengu stefin mín Ég hef reikað eftir ísum allan veg til þín. Til að kveikja von með vísum var nú þörfin brýn. Hríðarvöldin vetrar ríku villtan tróðu dans Von að köld í veðri slíku væru ljóðin manns Blik frá rauðum ástareldi eftir nauðir mér. Sumarauðugt sólarveldi síðan bauð hjá þér.





0 comments: